top of page
Search

KÆRA ÞRIÐJA VAKT

  • Writer: Elísa Viðarsdóttir og Anna Traustadóttir næringafræðingar
    Elísa Viðarsdóttir og Anna Traustadóttir næringafræðingar
  • Dec 3, 2025
  • 2 min read

Nú styttist í þann tíma árs þegar heimilin fyllast af kósíheitum, skemmtilegum hefðum og alls

kyns kræsingum. Á sama tíma getur desember verið tími þar sem rútínan raskast, svefn verður á undanhaldi og álagið nær nýjum hæðum. Þetta er einmitt tíminn þar sem enn mikilvægara er að huga vel að góðri næringu fyrir líkamann einfaldlega til að líða betur og viðhalda góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega.


Mörg börn (og fullorðnir) eiga erfitt með þegar rútínan fer á hliðina og þess vegna skiptir máli að heimilið sé staðurinn þar sem fjölskyldan nærir líkamann og sækir sér ró. Við þurfum nefnilega ekki minna að næringu yfir jólin fremur öfugt ef eitthvað er, í sambland við allt þetta góða og gómsæta. Hér eru nokkur einföld og gagnleg ráð yfir hátíðirnar:


DREKKUM VATN


Um 5-6 glös af vatni á dag geta gert gæfumuninn fyrir orku, einbeitingu og meltingu.

Bjóðum upp á vatn með stærri máltíðum heima við og munum eftir vatnsbrúsanum í töskuna.

Flest börn þurfa ekki auka sölt eða íþróttadrykki nema við sérstakar aðstæður.


 


SVEFN ER BESTI ORKUGJAFINN





Svefn skiptir meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Svefn hefur bein áhrif á matarlyst hjá

bæði börnum og fullorðnum. Þegar við sofum illa eykst löngunin í sætindi og orkuríka fæðu sem

síðar getur valdið enn frekari þreytu og orkuleysi.


Svefnþörf barna:


• 6–13 ára: 9–11 klst

• 14–17 ára: 8–10 klst

• 18–65 ára: 7–9 klst


 


NJÓTUM ÞESS AÐ VELJA VEL





Njótum þess sem desember hefur upp á að bjóða án sektarkenndar og kennum börnunum að

sætindi séu hluti af jafnvægi, ekki eitthvað sem þarf að fela eða neita sér um. Gott er að

borða næringarríkan mat á undan eða í bland við sætindi. Með því minnkum við líkur á

orkusveiflum, að við borðum yfir okkur og við njótum betur að velja okkar uppáhalds.

Baráttukveðjur til þriðju vaktarinnar í þessum annars skemmtilega og oft annasama desember.


 
 
 

Comments


bottom of page