Næringarráðleggingar í daglegu lífi
- Elísa Viðarsdóttir og Anna Traustadóttir næringafræðingar

- Nov 18, 2025
- 2 min read
Embætti landlæknis birti á árinu endurbættar næringarráðleggingar fyrir börn frá tveggja ára
aldri og fullorðna. Þær eru byggðar á norrænu næringarráðleggingunum og unnar út frá
niðurstöðum fjölmargra vísindalegra rannsókna. Markmið þeirra er að veita heilsusamlegan
grunn að góðri heilsu fyrir flesta. Ákveðnir hópar geta þó þurft að hagræða ráðleggingunum,
til dæmis óléttar konur og einstaklingar með sjúkdóma eða ofnæmi.
Ertu farinn að geispa? Það er ekkert krassandi við „allt er gott í hófi“
, og kannski dálítið
þreytandi að heyra endalaust hversu hollir t.d. ávextir og grænmeti eru fyrir heilsuna. Í raun
er þetta ekkert sem við höfum ekki heyrt áður. Samt er svo áhugavert að sjá hversu fáir, eða
minna en 10% Íslendinga borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag eins og
ráðlagt er – þrátt fyrir að við vitum að þaðan fáum við helstu vítamín og steinefni, sem og
mikilvægar trefjar fyrir meltinguna.
Af hverju ætli þetta sé? Er það vegna þess að ávextir og grænmeti eru of dýrir? Fylgir þeim
of mikið vesen, til dæmis að skera niður? Eða kannski vegna þess að markaðssetning þeirra
er lítil samanborið við súkkulaði? Eða snýst þetta einfaldlega um vana og viðhorf?
Einföld ráð ef til að auka grænmeti og ávexti, fyrir fullorðna sem og börn, er t.d. að hafa
ávexti í augnhæð í ísskápnum fremur en í lokaðri skúffu. Að bjóða upp á niðurskorið
grænmeti á meðan við undirbúum kvöldmat og bjóða börnunum að vera með að skera niður.
Börn læra meira af því sem þau sjá en því sem við segjum, og því er spurning hvort við
fullorðna fólkið getum sjálf borðað meira af grænmeti og ávöxtum í návist barnanna okkar.
Rannsóknir sýna að börn þurfa að smakka nýjan mat allt að 10–15 sinnum áður en þau
samþykkja hann. Það þýðir að ef barnið neitar að smakka gulrót í fyrsta skipti, þá er það ekki
þar með sagt að það muni aldrei borða gulrætur aftur, þetta er hluti af lærdómsferlinu.
Þolinmæði og jákvætt viðhorf virkar mun betur en þrýstingur eða samningaviðræður við
eldhúsborðið. Það að halda áfram að bjóða upp á fjölbreyttan mat án pressu er besta
kennslan. Börn læra meira af því sem þau sjá en því sem við segjum, og því er spurning
hvort við fullorðna fólkið getum sjálf borðað meira af grænmeti og ávöxtum í návist barnanna
okkar.
_Transparent_red_orange.png)


Comments